Tours‎ > ‎Grænland‎ > ‎

8 Dagar

Dagur 1-- Grænland á miðöldum

Flug frá Reykjavíkurflugvelli - Narsarsuaq

Móttaka á flugvellinum og ferð yfir Eiríksfjörð(Tunulliarfik) á

opnum báti til Brattahlíðar(Qassiarsuk).

Oft eru ísjakar fljótandi um í firðinum. Göngum um þessa tæplega 100 manna byggð þar sem Eiríkur og Þórhildur settust að um 985, í dag eru aðallega sauðfjárbændur sem búa þarna.

Möguleiki: Leiðsögn um rústir norrænna manna og endurgerð Þjóðhildarkirkju og húss frá því tímabili.

Gisting á gistiheimili.


dagur 2: Narsaq og Qaleraliqjökuls búðir

Á leiðinni í Qaleraliq búðirnar förum við með bát út Eiríksfjörð(Tunulliarfik) þar sem við getum virt fyrir okkur fljótandi ísjaka. Við komum við í Narsaq sem er þriðji stærsti bærinn á suður Grænlandi með 1700? íbúa. Það er tími til að ganga um, fara í búðir eða skoða skinnaverslun áður en við höldum áfram siglingu okkar, síðasta spölinn að innlandsísnum. Við komum í búðirnar sem eru staðsettar á sandströnd með áhrifamiklu útsýni að skriðjöklunum þar sem þeir ganga í sjó fram.

Við gistum þarna og sofnum við einstaka drunu er jökullinn kelfir og rýfur næturkyrrðina.

Tjaldgisting.


dagur 3: Útsýni yfir jökulinn

Gengið upp að Tasersuatsiaq vatni og útsýni yfir innlandsísinn.

Göngum upp hálfgerðan eyðimerkurdal þar til við komum uppúr honum á gróskulegt túndrusvæði umhverfis vatnið. Áfram er haldið upp um 400 m og höfum við þá fallegt útsýni yfir vatnið sem er eitt það stærsta á suður Grænlandi. Þaðan er einstakt útsýni uppá innlandsísinn sem síðan teygir sig endalaust norður í Íshaf um 2500 km. Fjallstoppar, Nunatak, sem standa uppúr ísnum eins og eyjar í íshafinu, sjást í fjarska. Mögulegt er að sjá hreindýr á leiðinni.

Gisting í tjöldum


dagur 4: Ísklifur og sigling meðfram ísnum.

Við siglum meðfram skriðjöklinum þar sem hann fellur fram í sjó og virðum fyrir okkur ísvegginn og fljótandi ísbjörgin sem losnað hafa frá skriðjöklinum sem endar þarna eftir 10 km skrið frá innlandsísnum.

Þarna göngum við uppmeð ísnum, setjum á okkur ísbroddana og skoðum jökulinn. Lítum á sprungur, hella, niðurföll og fleira í ísnum, sem gera þetta völundarhús að undraheimi (ísbroddar, axir, öryggislína, sýnikennsla, amk. 2 fjallaleiðsögumenn, leiðir valdar með tilliti til að gera öllum hópnum mögulegt að reyna þessa einstöku upplifun).

Tjaldgisting.


dagur 5: Igaliko og Qooroq ísfjörðurinn.

Siglum frá Qaleraliq til Itilleq um Tunulliarfik (Eiríksfjörð). Auðveld ganga eftir Konungsveginum til Igaliko, 40 manna byggðar, sem þykir ein fallegasta byggðin á Grænlandi. Þarna var biskupssetur á miðöldum að Görðum og eru þar rústir sem hægt er að skoða. Eftir matinn förum við til baka til Itilleq og höldum áfram siglingu til Qassiarsuk með viðkomu ínn í Qooroq ísfirðinum á leiðinni. Í botni fjarðarins er sá skriðjökull sem hvað hraðskreiðastur er á suður Grænlandi og er oft fullur af íshrafli og lokar firðinum algjörlega.

Gistiheimili.


dagur 6: Tasiusaq og Ísafjörður

Gengið að Tasiusaq býlinu þar íbúar búa mjög einangrað við norður Sermilik (Ísafjörður) sem er oftast lokaður af íshrafli og rekís frá Eqaloruutsit jökli. Seinna um daginn er hægt að fara í laxveiði eða gönguferð um nágrenni gistiheimilisins.

Einnig er möguleiki á að fara í 2ja tíma kajak róður fyrir byrjendur inná milli ísjaka á einum af öruggasta og besta stað í Grænlandi.

Gistiheimili.


dagur 7: Ganga í Blómadal

Við siglum yfir til Narsarsuaq, þaðan sem við göngum upp Blómdal og njótum útsýnisins, jökuldalur sem hefur myndast við hörfun skriðjökulsins.

Fjölbreytt flóra hefur tekið sér búsetu, sem við getum skoðað á leiðinni.

Við göngum þar til við sjáum Kiattut jökul þar sem hann liðast um stórbrotið landslagið neðan úr innlandsísnum Þetta er sennilega ein þekktasta gönguleiðin á Grænlandi. Síðasta kvöldmáltíðin þar sem við fáum að bragða á grænlenskum mat, hval, sel, mattak?....

Gistiheimili


dagur 8: Reykjavík

Förum til Narsarsuaq, tími til að skoða umhverfið og minjasafn

staðarins, áður en flogið er til Reykjavíkur.Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir sérstæðum aðstæðum á Grænlandi. Þessi leiðaáætlun er skipulögð af Tasermiut, South Greenland Expedition. Ferðin getur byrjað á degi 1 eða 7 og farið aftur á bak með áætlunina. Eins er möguleiki vegna einstakra aðstæðna á Grænlandi ekkert vegakerfi og veður-og sjólags að breyta þurfi dagskrá sumra daganna. Þó veðrið ráði miklu hér á Íslandi þá er það ekkert samanborið við Grænland vegna fyrrgreindra ástæðna. Einnig getur þurft að fresta eða hætta alveg við sumt þó sérstaklega þegar líður á sumarið og komið fram í september.