Tours‎ > ‎Grænland‎ > ‎

4 Dagar

dagur 1-- Narsarsuaq og útsýni til jökuls

flug frá Reykjavíkurflugvelli - Narsarsuaq

Móttaka á flugvellinum, farið á hótelið og skráð sig inn, kynning á ferðatilhögun.

Ferð: Rúmlega klukkutíma ganga upp á hæðina fyrir ofan Narsarsuaq í gegnum trjásafnið, þar sem útsýni er yfir umhverfið, sjáum Kiattutjökul og yfir til Brattahlíðar.


Tími til að ganga aðeins um og skoða byggðina

Kvöldverður og gisting á Hotel Narsasuaq 2ja manna herbergi m/baði?


dagur 2: Qassiarsuk, rústir í Brattahlíð (Eiríks rauða og Þórhildar) Tasiusaq, ísaflóinn.

ferð yfir Eiríksfjörð (Tunulliarfik) á mótorbát? til Brattahlíðar(Qassiarsuk).

Oft eru ísjakar fljótandi um í firðinum. Hádegismatur á gistiheimilinu Leifi Eiríkssyni. Skoðum rústir norrænna manna, og skoðum þessa tæplega 100 manna byggð þar sem Eiríkur og Þórhildur settust að um 985, í dag eru aðallega sauðfjárbændur sem búa þarna.

Ferð: Eftir hádegi verður farið á jeppum til Tasiusaq býlinu þar íbúar búa mjög einangrað við norður Sermilik (Ísafjörður) sem er oftast lokaður af íshrafli og rekís frá Eqaloruutsit jökli. Sannkallaður ísaflói

Möguleiki: Einnig er möguleiki á að fara í 2ja tíma kajak róður fyrir byrjendur inná milli ísjaka á einum af öruggasta og besta stað í Grænlandi.

Höldum til baka til Narsarsuaq á hótelið.


dagur 3: Þyrluflug Narsasuaq - Narsaq: Gengið á jökul á ísbroddum


Stórkostlegt þyrluflug yfir fjarðakerfi suður Grænlands. Hvað leið sem valin er þá er þyrluflug yfir suður Grænland ógleymanlegt. Sjáum hvernig jökullinn hefur mótað og skorið landið og nokkra af fjölda skriðjökla sem ganga út úr innlandsísnum.

Ferðir á milli byggða í Grænlandi er eingöngu á sjó eða á lofti. Frá Narsaq höldum við áfram á opnum báti til Qaleraliq búðanna sem staðsettar eru á sandströnd móts við Qaleraliq jökulnn


Við siglum meðfram skriðjöklinum þar sem hann fellur fram í sjó og virðum fyrir okkur ísvegginn og fljótandi ísbjörgin sem losnað hafa frá skriðjöklinum sem endar þarna eftir 10 km skrið frá innlandsísnum.

Þarna göngum við uppmeð ísnum, setjum á okkur ísbroddana og skoðum jökulinn. Lítum á sprungur, hella, niðurföll og fleira í ísnum, sem gera þetta völundarhús að undraheimi (ísbroddar, axir, öryggislína, sýnikennsla, amk. 2 fjallaleiðsögumenn, leiðir valdar með tilliti til að gera öllum hópnum mögulegt að reyna þessa einstöku upplifun).

gisting á Hotel Narsaq 2ja manna herbergi m/baði?

dagur 4: gengið um Narsaq. Þyrluflug til Narsarsuaq

Narsaq sem er þriðji stærsti bærinn á suður Grænlandi með 1700? íbúa. Sjórinn fyrir utan Narsaq fullur af lax og sel og einstaka sinnum má sjá hvali birtast í Narsaq Sava, Ikersuaq og Narlunaq firði. Það er tími til að ganga um, fara í búðir,skoða skinnaverslun eða Grænlenska safnið á staðnum. Tilvalið er að ganga um bæinn, virða fyrir sér húsin í allri sinni litadýrð, þennan danska arkitektúr sem er svo einkennandi fyrir grænlenska bæi og velt vöngum yfir breytingum á lifnaðarháttum síðustu áratuga.

Þyrluflug til Narsarsuaq, þegar þangað er komið verður hægt að skoða Narsarsuaq safnið Blue West sem kynnir sögu staðarins. Tími til að skoða sig um í nágreninu áður en flogið er til Reykjavíkur.