Tours‎ > ‎Grænland‎ > ‎

3 Dagar

Dagur 1  -  Narsarsuaq og Qooroq fjörður

Flug frá Reykjavíkurflugvelli - Narsarsuaq

Móttaka á flugvellinum, farið á hótelið og skráð sig inn, kynning á ferðatilhögun.


Ferð: Farið á opnum bát inn í Qoorooqfjörð og einn af athyglisverðari jöklum suður Grænlands skoðaðir. Förum eins langt inní fjörðinn og komist verður fyrir ís. Falleg og sérstæð upplifun innan um allan ísinn.


Kvöldverður og gisting á Hotel Narsasuaq 2ja manna herbergi m/baði?


Dagur 2  -  Qassiarsuk, rústir í Brattahlíð (Eiríks rauða og Þórhildar) Tasiusaq, ísaflóinn.

ferð yfir Eiríksfjörð (Tunulliarfik) á mótorbát? til Brattahlíðar(Qassiarsuk).

Oft eru ísjakar fljótandi um í firðinum. Hádegismatur á gistiheimilinu Leifi Eiríkssyni. Skoðum rústir norrænna manna, og skoðum þessa tæplega 100 manna byggð þar sem Eiríkur og Þórhildur settust að um 985, í dag eru aðallega sauðfjárbændur sem búa þarna.

Ferð: Eftir hádegi verður farið á jeppum til Tasiusaq býlinu þar íbúar búa mjög einangrað við norður Sermilik (Ísafjörður) sem er oftast lokaður af íshrafli og rekís frá Eqaloruutsit jökli. Sannkallaður ísaflói

Möguleiki: Einnig er möguleiki á að fara í 2ja tíma kajak róður fyrir byrjendur inná milli ísjaka á einum af öruggasta og besta stað í Grænlandi.

Höldum til baka til Narsarsuaq á hótelið.


Dagur 3 - Ganga í Blómadal

Ferð: eftir morgunmat göngum við upp í Blómadalinn, þetta er jökuldalur sem hefur myndast við hörfun skriðjökulsins. Fjölbreytt flóra hefur tekið sér búsetu, sem við getum skoðað á leiðinni. Við göngum þar til við sjáum Kiattut jökul þar sem hann liðast um stórbrotið landslagið neðan úr innlandsísnum. Þetta er sennilega ein þekktasta gönguleiðin á Grænlandi. Förum til baka til Narsarsuaq, tími til að skoða umhverfið og minjasafn staðarins, áður en flogið er til Reykjavíkur.