Tours‎ > ‎Grænland‎ > ‎

15 Dagar

Besta ævintýrið á Grænlandi

“Heilsum upp á innfædda, siglt á milli ísjaka, gönguferðir, jökulsporðar skoðaðir, heit náttúrulaug, innlandsísinn, heimskautadýrin, norðurljós, sjáið með eigin augum breytingar á loftslagi......”


Fjölbreytt ferð um Suður-Grænland með flottum gönguferðum um heimskautalandslag, ógleymanleg ferð um jökulsvæðin, og stærstu og flottustu fjöll og granítveggir Suður-Grænlands - Ketill og Ulamertorssuaq í Tasermiut (Ketilsfirði) sem er talinn eitt af tíu undrum heimsskautasvæðisins.


Siglt milli ísjaka, borgaríss og framan við mikilúðlega skriðjökla, hinir fallegu bæir Narsaq og Nanortalik heimsóttir, - Tasiusaq, Igaliko, Sardloq og Qassiarsuk. Farið í heitu lindina í Uunartoq og horft á ísjakana reka fram fjörðinn.


Sjáum norðurljósin, hvali, seli og hreindýr. Veiðum lax og þorsk, týnum krækling, sveppi og ber. Heimsækjum miðaldarústir í Brattahlíð og Görðum. Hittum innfædda.


Komdu með okkur í ferð um fáfarnar en þekktar leiðir Grænlands, sem var sagt vera útjaðar vestrænnar menningar á miðöldum, ferð fyrir ævintýraleitendur, löngun til að skoða óspillta náttúru og sjá hvernig hlýnun jarðar breytir venjum heimamanna.


Dagsetning: 7-21 ágústs

hópur: 8-12 manns

verð: 2895 evr frá Reykjavík

Innifalið:

flug : Reykjavík- Narsarsuaq- Reykjavík

Íslenskur leiðsögumaður,

Ferðir innan Grænlands eins og minst er á í þessu yfirliti,

Allur matur nema í bæjum er kvöldverður ekki innifalinn, né síðasti hádegisverðurinn

Gisting eins og minst er á

aðgöngumiði að safninu í Nanortalik

Tjöld, svefnpokar og bátsklæðnaður

Ekki innifalið:

Tryggingar

Aukaferðir:

kajak 60 evr minnst 2

íslensk leiðsögn um Brattahlíð: sagan, miðaldarústir og endurgerð Þjóðhildarkirju

10 evr. minnst 4

Kvöldverður í Nanortalik, Qaqortoq og Narsaq

Hádegisverður á brottfarardegi í Narsarsuaq (Flugvöllur)

Ófyrirséður kostnaður vegna skyndilegra veðrabreytinga (t.d. ísingar), seinkunar báta eða flugs.

Allt annað sem ekki er minst á í “Innifalið”


Pöntun

info@igdlo.com

 
 
15 dagar

dagur 1-- Qaleraliq búðirnar

Flug frá Reykjavíkurflugvelli - Narsarsuaq

Móttaka á flugvellinum, kynning og undirbúningur áframhaldandi ferðar að Qaleraliq jökli. Við siglum úteftir Eiríksfirði (Tunulliarfik) fram hjá Narsaq, yfir Breiðafjörð (Ikersuaq) og endum við Qaleraliq búðirnar. Á leiðinni er fjöldinn allur af stórum og smáum ísjökum.

Búðirnar eru staðsettar á sandströnd með áhrifamiklu útsýni að skriðjöklunum þar sem þeir ganga í sjó fram.

Við gistum þarna og sofnum við einstaka drunu er jökullinn kelfir og rýfur næturkyrrðina.

Tjaldgisting.


dagur 2: Útsýni yfir jökulinn

Gengið upp að Tasersuatsiaq vatni og útsýni yfir innlandsísinn.

Göngum upp hálfgerðan eyðimerkurdal þar til við komum uppúr honum á gróskulegt túndrusvæði umhverfis vatnið. Áfram er haldið upp um 400 m og höfum við þá fallegt útsýni yfir vatnið sem er eitt það stærsta á suður Grænlandi. Þaðan er einstakt útsýni uppá innlandsísinn sem síðan teygir sig endalaust norður í Íshaf um 2500 km. Fjallstoppar, Nunatak, sem standa uppúr ísnum eins og eyjar í íshafinu, sjást í fjarska. Mögulegt er að sjá hreindýr á leiðinni.

Tjaldgisting.


dagur 3: Ísklifur og sigling meðfram ísnum.

Við siglum meðfram skriðjöklinum þar sem hann fellur fram í sjó og virðum fyrir okkur ísvegginn og fljótandi ísbjörgin sem losnað hafa frá skriðjöklinum sem endar þarna eftir 10 km skrið frá innlandsísnum.

Þarna göngum við uppmeð ísnum, setjum á okkur ísbroddana og skoðum jökulinn. Lítum á sprungur, hella, niðurföll og fleira í ísnum, sem gera þetta völundarhús að undraheimi (ísbroddar, axir, öryggislína, sýnikennsla, amk. 2 fjallaleiðsögumenn, leiðir valdar með tilliti til að gera öllum hópnum mögulegt að reyna þessa einstöku upplifun).

Tjaldgisting.


dagur 4: Qaqortoq, höfuðstaður suður Grænlands.

Siglum á bát til Qaqortoq(Julianehaab), stofnaður 1775, í dag eru um 3000 íbúar. Hann er kynntur sem mest aðlaðandi og áhugaverðasti bær á Grænlandi. Tími til að skoða sig um, 30 listaverk hoggin í stein prýða bæinn vítt og breitt. Mest af byggðinni er í fjallshlíð sem snýr í suður og ákaflega vel í sveit sett. Síðdegis er hægt að fara í verslanir, safn, skinnaverslun, kajakklúbbinn, kirkjuna, skoða eina gosbrunninn í landinu og fá sér drykk með heimamönnum.

Gistiheimili.


dagur 5: Heit lind í Uunartoq

Að morgni leggjum við af stað til Uunartoq í gegnum flókið fjarðarkerfið með fjölda eyja, skerja og hólma á leiðinni og minnir eilítið á Breiðafjörð nema hér eru fljótandi ísjakar út allt. Við förum fram hjá Alluitsup Paa fallegu þorpi, þar fyrir utan er algent að sjá hvali koma upp að blása. Síðdegis í Uunartop er hægt að komast í heita náttúrulega laug og horfa á ísjakana fljóta framhjá í firðinum. Þetta er einia aðgengilega náttúrulega laugin á Grænlandi og er vinsæl af heimamönnum þrátt fyrir nokkra tíma siglingu að henni.

Tjaldgisting


dagur 6: Vatnsdalur og Kuusuaq ár búðirnar.


Færum okkur yfir til Tasiusaq, smáþorps með um 80 íbúa þar sem dapurlegir atburðir sína erfiða lífsbáráttu fyrr á tímum.

Fyrir um 140 árum sultu allir íbúar staðarins. Það var ekki fyrr en um 1930 að búseta hófst að nýju er ættingjar fólksins settust hér að í þessu fallega umhverfi og háu fjöllum í kring. Gönguferð að mynni Kuusuaq ár einni vinsælustu laxveiðiá suður Grænlands. Gengið um sannkallað alpaumhverfi meðfram Tasersuaq (Vatnsdalsvatn), eftir Saputit, leið sem hefur myndast er heimamenn hafa gengið til veiða.

Tjaldgisting


dagur 7: Tasermiut búðirnar

Siglum að Tasermiut jökli í botni Tasermiut, á miðöldum var fjörðurinn kenndur við Ketil sem nam hér land með Eiríki rauða. Jökullinn er tilkomumikill því hann fellur úr 1400 m hæð á innan við 3 km og er því sannkallaður jökulfoss. Á leiðinni eru mest áberandi 3 fjöll Ketill, Ulamertorssuaq og Tinitertuup um og yfir 2000 metra, einnig er Napassorssuaq, Kirkjuturninn fallegur.

Búðirnar eru undir hinum tilkomumikla Ulamertorsuaq - einum stærsta og brattasta hamravegg í heimi, jafnvel stærri en “Capitán” í Yosemit þjóðgarðinum. Hingað koma klettaklifrarar víðs vegar að. Fjörðurinn er talinn einn af tíu undrum heimskautasvæða.

Tjaldgisting.


dagur 8: Nalumasortoq

Meðal erfið ganga (2 skór) upp að rótum eins skriðjökulsins þar sem granít björg sem fallið hafa úr fjöllum í kring mynda einkennilegar klettaborgir hjá Nalumasortoq. Þar eru einstaklega sléttir “tvíbura” veggir í miklu uppáhaldi hjá klettaklifrurum sem koma til Suður Grænlands í klifur. Héðan sjáum við suðurhlið Ketils og norðurhlið Ulamertorssuaq, ásamt fjölda annarra ónefndra veggja. Jökullandslag eins og það gerist stórbrotnast. Hægt er að veiða, týna krækling, sveppi eða krækiber. Frá búðunum getur að líta fallegt sólsetur þegar það skín á vesturhlið Ulamertorssuaq.

Tjaldgisting


dagur 9: Ulamertosuaq

Göngum upp að rótum Ulamertorssuaq veggjarins, metinn sem besti “Bigwall” á heimskauta svæðinu og einn af tíu bestu klifurveggjum heims. Einstakt fjall á ýmsa vegu.

Tjaldgisting


dagur 10: Nanortalik

Siglum til Nanortaliks, syðsta bæjar Grænlands með sína 2300 íbúa og er hann næstfjölmennastur á suður Grænlandi. Heimsækjum sögu og menningar safnið um hefðir og menningu Inuita, sem er sennilega það besta á suður Grænlandi. Síðdegis er frjáls tími, gengið um bæinn, verslað, farið á veiðimarkað, veitingastað eða fengið sér drykk með innfæddum. “Þar sem ísbjörn er” - sem er merking staðarnafnsins þó líkurnar á að sjá ísbjörn þarna að sumri og hausti séu hverfandi.

Gistiheimili


dagur 11: Narsaq

Siglum til Narsaq, sem er þriðji stærsti bærinn á suður Grænlandi með 1700? íbúa. Síðdegis er tími til að ganga um, fara í búðir, kirkjuna, safnið eða skoða skinnaverslun. Á leiðinni í bátnum skulum við fylgjast með hvort við verðum vör við hvali.


dagur 12: Igaliko og Qooroq ísfjörðurinn.

Siglum til Itilleq um Tunulliarfik (Eiríksfjörð). Auðveld ganga eftir Konungsveginum til Igaliko, 40 manna byggðar, sem þykir ein fallegasta byggðin á Grænlandi. Þarna var biskupssetur á miðöldum að Görðum og eru þar rústir sem hægt er að skoða. Eftir matinn förum við til baka til Itilleq og höldum áfram siglingu til Qassiarsuk (Brattahlíð) með viðkomu ínn í Qooroq ísfirðinum á leiðinni. Í botni fjarðarins er sá skriðjökull sem hvað hraðskreiðastur er á suður Grænlandi og er oft fullur af íshrafli og lokar firðinum algjörlega.

Gistiheimili.


dagur 13: Tasiusaq og Ísafjörður

Gengið að Tasiusaq býlinu þar sem íbúar búa mjög einangrað við norður Sermilik (Ísafjörður) sem er oftast lokaður af íshrafli og rekís frá Eqaloruutsit jökli. Seinna um daginn er hægt að fara í laxveiði eða gönguferð um nágrenni gistiheimilisins.

Einnig er möguleiki á að fara í 2ja tíma kajak róður fyrir byrjendur inná milli ísjaka á einum af öruggasta og besta stað í Grænlandi.

Hægt er að fá leiðsögn um rústir frá miðöldum og endurbyggða Þórhildarkirkju.

Gistiheimili.


dagur 14: Ganga í Blómadal

Við siglum yfir til Narsarsuaq, þaðan sem við göngum upp Blómdal og njótum útsýnisins, jökuldalur sem hefur myndast við hörfun skriðjökulsins.

Fjölbreytt flóra hefur tekið sér búsetu, sem við getum skoðað á leiðinni.

Við göngum þar til við sjáum Kiattut jökul þar sem hann liðast um stórbrotið landslagið ofan úr innlandsísnum. Þetta er sennilega ein þekktasta gönguleiðin á Grænlandi. Síðasta kvöldmáltíðin þar sem við fáum að bragða á grænlenskum mat, hval, sel, hreindýr, mattak....

Gistiheimili


dagur 15: Reykjavík

Förum til Narsarsuaq, tími til að skoða umhverfið og minjasafn

staðarins, áður en flogið er til Reykjavíkur.


Ath. þetta er einstæð ferð, hönnuð og skiplulögð af Tasermiut, Suður-Grænlands leiðangrinum. Ævintýri og könnun er blandað inní ferðirnar. Þær geta verið farnar eins og þeim er lýst hér að ofan eða öfugt. Það getur farið eftir veðri, vindum og sjólagi hvernig hver dagur verður. Vegakerfi Grænlands er rétt innan bæja svo flutningar milli staða verða að fara með flugi eða bátum sem síðan eru háðir veðri og öðrum aðstæðum. Þetta er ástæðan fyrir því að ekki er alltaf hægt að fylgja dagskrá, svo allir þurfa að vera sveigjanlegir fyrir breytingum.