Tours‎ > ‎

Best of Greenland

Besta ævintýrið á Grænlandi

“Heilsum upp á innfædda, siglt á milli ísjaka, gönguferðir, jökulsporðar skoðaðir, heit náttúrulaug, innlandsísinn, heimskautadýrin, norðurljós, sjáið með eigin augum breytingar á loftslagi......”


Fjölbreytt ferð um Suður-Grænland með flottum gönguferðum um heimskautalandslag, ógleymanleg ferð um jökulsvæðin, og stærstu og flottustu fjöll og granítveggir Suður-Grænlands - Ketill og Ulamertorssuaq í Tasermiut (Ketilsfirði) sem er talinn eitt af tíu undrum heimsskautasvæðisins.


Siglt milli ísjaka, borgaríss og framan við mikilúðlega skriðjökla, hinir fallegu bæir Narsaq og Nanortalik heimsóttir, - Tasiusaq, Igaliko, Sardloq og Qassiarsuk. Farið í heitu lindina í Uunartoq og horft á ísjakana reka fram fjörðinn.


Sjáum norðurljósin, hvali, seli og hreindýr. Veiðum lax og þorsk, týnum krækling, sveppi og ber. Heimsækjum miðaldarústir í Brattahlíð og Görðum. Hittum innfædda.


Komdu með okkur í ferð um fáfarnar en þekktar leiðir Grænlands, sem var sagt vera útjaðar vestrænnar menningar á miðöldum, ferð fyrir ævintýraleitendur, löngun til að skoða óspillta náttúru og sjá hvernig hlýnun jarðar breytir venjum heimamanna.


Dagsetning: 7-21 ágústs

hópur: 8-12 manns

verð: 2895 evr frá Reykjavík

Innifalið:

flug : Reykjavík- Narsarsuaq- Reykjavík

Íslenskur leiðsögumaður,

Ferðir innan Grænlands eins og minst er á í þessu yfirliti,

Allur matur nema í bæjum er kvöldverður ekki innifalinn, né síðasti hádegisverðurinn

Gisting eins og minst er á

aðgöngumiði að safninu í Nanortalik

Tjöld, svefnpokar og bátsklæðnaður

Ekki innifalið:

Tryggingar

Aukaferðir:

kajak 60 evr minnst 2

íslensk leiðsögn um Brattahlíð: sagan, miðaldarústir og endurgerð Þjóðhildarkirju

10 evr. minnst 4

Kvöldverður í Nanortalik, Qaqortoq og Narsaq